Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Image (3) Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Breki VE er kominn á flot að nýju í kínversku skipasmíðastöðinni eftir að hafa verið málaður og auðkenndur með nafni og númeri. Togarinn var sjósettur á miðvikudaginn var, 7. júní.

„Auðvitað er spennandi að fylgjast með þessu á vettvangi. Skipið er glæsilegt, reyndar afburða fallegt!“ segir Magnús Ríkarðsson skipstjóri. Hann er nýkominn heim frá Kína og leynir ekki vaxandi spenningi yfir því að komast af stað heim til Eyja með togarann. Á því verður hins vegar einhver bið.

Image

Breki VE sjósettur 7. júní 2017.

„Frágangurinn tekur sinn tíma, innansleikjurnar eru drjúgar. Við tökum auðvitað ekki við skipinu fyrr en allt er komið i það horf sem um var samið. Mér kæmi ekki á óvart þótt það tæki allt að tvo mánuði að ljúka öllum verkum.“

Systurskipin Breki og Páll Pálsson ÍS eru álíka langt komin í skipasmíðastöðinni. Þau fylgjast að alla leið þar og svo heim til Íslands þegar þar að kemur.

Image (1)

Rúnar Bogason, eftirlitsmaður með smíði Breka og Páls Pálssonar, ánægður með að þessum áfanga skuli loksins náð.

Image (2)

Tveir úr væntanlegri áhöfn Breka: Snorri Páll Snorrason vélstjóri og Magnús Ríkarðsson skipstjóri.

Image (3)

Kínverskur starfsmaður skipasmíðastöðvarinnar, Benedikt Guðnason yfirvélstjóri á Breka og Snorri Páll Snorrason vélstjóri.

Image (4)