Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Image (2) Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Togarinn Breki VE fiskaði 1.200 tonn í nýliðnum marsmánuði. Þetta er metafli skipsins í einum mánuði og umfram björtustu vonir og væntingar.

„Skemmst er frá að segja að gangurinn á Breka er alveg frábærlega góður,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfisksviðs Vinnslustöðvarinnar.

„Skipið hefur reynst afar vel. Því er haldið stöðugt til veiða og það litla sem upp á hefur komið tæknilega leystu vélstjórarnir sjálfir í samstarfi við okkar fólk í landi. Alltaf má reikna með einhverjum töfum eða vandamálum á fyrstu misserum útgerðar nýrra skipa en hér er því ekki til að dreifa. Svo hefur auðvitað sitt að segja að á Breka er úrvals mannskapur.

Aflinn í mars var blandaður: ýsa, karfi, ufsi og þorskur. Fínn fiskur en fyrst og fremst afbragðsgóð aflasamsetning.“ 

  • Sverrir fór að sjálfsögðu um borð í Breka með dýrindis súkkulaðiköku og fleira gott með kaffinu fyrir áhöfnina. Á efstu myndinni eru frá vinstri Bergur Guðnason stýrimaður, Magnús Ríkarðsson skipstjóri og Sverrir. Skipstjórinn tók svo að sjálfsögðu að sér að sneiða niður kökurnar og hafði skammtana ríflega. Skárra væri það nú eftir slíkan mánuð til sjós.
Image (3)
Image (4)