Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Vsv D2 20915 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Áta í makrílnum kemur í veg fyrir heilfrystingu

„Við lukum við að vinna aflann úr Gullbergi á þriðjudaginn og úr Sighvati Bjarnasyni í gær (miðvikudag). Nú er hlé fram að næstu löndun og liðið mitt fær að sleikja sólina á meðan.

Óþægilega mikil áta er í makrílnum og því ekki hægt að heilfrysta hann. Þess vegna hausum við og hausum!“ segir Benóný Þórisson, framleiðslustjóri í uppsjávarvinnslu VSV.

Vinnslustöðin hefur tekið á móti 7.000-8.000 tonnum af makríl á vertíðinni, allt afla fjögurra skipa sinna: Gullbergs, Hugins, Ísleifs og Sighvats Bjarnasonar.

Fiskurinn er yfirleitt stór og fallegur, meðalvigtin 500 grömm og þar yfir.

Mikil áta er á veiðisvæðum fyrir austan land og í hana sækir fiskurinn að sjálfsögðu. Hann gerir sig þar með óhæfan til heilfrystingar. Þess vegna er makríllinn hausaður og átan um leið soguð úr honum – vélvætt vinnsluferli að sjálfsögðu. 

  • Benóný Þórisson í makrílflóði í uppsjávarvinnslunni.
Vsv 2371