Fara á efnissvæði
World Map Background Image
5 20220505 100557 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar og dótturfélaga til lands og sjávar gerðu sér dagamun núna undir lok vikunnar í tilefni góðs gengis í starfseminni og því að náðst hafa ýmsir áfangar sem vert er að fagna.

Hnallþórur voru á borð bornar í skipum félagsins og kaffistofum þess og dótturfélaganna. Fögnuðurinn náði alla leið til Portúgals þar sem starfsmenn Grupeixe, saltfiskfyrirtækis Vinnslustöðvarinnar, gengu að glæsilegu hlaðborði kræsinga eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Tilefni uppskeruhátíðar eru ærin og hér skulu nefnd þau helstu:

  • 5.000 tonn fiskjar söltuð.
  • 2.000 tonna afli Kap VE.
  • Góð loðnuvertíð - þrátt fyrir allt!
  • Kolmunnavertíð að ljúka.
  • Mikil umsvif í fiskimjölsverksmiðjunni, líklega hafa verið brædd hátt í 55.000 tonn sem er meira en mörg undanfarin ár.
  • Frystigeymslan full af afurðum.
  • Sölu- og markaðsstarf gengur mjög vel.

Heiður sé þeim sem heiður eiga, starfsfólki Vinnslustöðvarinnar í þessu tilfelli.

1Fb Img 1651763102844
3Img 20220505 Wa0008
420220505 100608
5 20220505 100557 (1)