Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Jolafiskur Porto IMG 20241211 WA0012 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Nú er sá tími ársins sem mestur erill er hjá Grupeixe, framleiðslu- og dreifingarfyrirtæki Vinnslustöðvarinnar í Portúgal.

Frá því seint á haustin og fram að jólum vilja allir tryggja sér góðan saltfisk í jólamatinn en saltfiskur er algjört lykilatriði í jólahaldi Portúgala og hápunkturinn á þeim mat sem hafður er á hátíðarborðum.

Staff Porto Jol 24 IMG 20241212 WA0020

Starfsfólk Grupeixe hefur nóg að gera þessa dagana. Frá vinstri: Andreia, Patricia, Nuno (fyrir aftan), Ana, Lurdes.

Um 5.000 tonn á aðfangadagskvöld

​Portúgalir eru eru mesta þorskneysluþjóð heimsins og er ársneyslan um 110.000 tonn en nánast allur sá þorskur er saltfiskur. Þar af eru um ​5.000 tonn borðuð á aðfangadagskvöld! Það er því nóg að gera hjá Grupeixe við að sjá viðskiptavinum fyrir nægum fiski, hvort sem það eru veitingahús, verslanir eða einstaklingar. Mikið er um það að einstaklingar komi til Grupeixe og kaupi fisk á staðnum en sérstök afgreiðsla er þar til að taka á móti þeim.

Kunnar Porto IMG 20241211 WA0002

Fólkið var í skemmtiferð um svæðið og enduðu ferðina á að koma við og gera innkaup hjá Grupeixe.

Líflegir og annasamir dagar hjá Grupeixe

Meðfylgjandi myndir eru frá því síðastliðinn miðvikudag, 11. desember, en þá kom 50 manna hópur við, til þess að kaupa jólasaltfisk. Um var að ræða hóp eldri borgara sem koma frá nágrenni Porto, í tæplega klukkustundar akstursfjarlægð frá Gafanha de Nazaré, þar sem Grupeixe er staðsett. ​Fólkið var í skemmtiferð um svæðið og enduðu ferðina á að koma við og gera innkaup hjá Grupeixe. Það því mikill handagangur í öskjunni á meðan allir voru fá sinn jólafisk!

Framundan eru áfram ​líflegir og annasamir dagar hjá Grupeixe, við að undirbúa fisk, pakka honum og afgreiða, allt fram að jólum.

IMG 20241212 WA0008