Fara á efnissvæði
World Map Background Image
20241016 143943 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Haustralli Hafrannsóknastofnunar er lokið, en tvö skip Vinnslustöðvarinnar rölluðu í kringum landið ásamt rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Breki VE var á djúpslóð, en Þórunn Sveinsdóttir á grunnslóð.

Valur Bogason, sjávarvistfræðingur var leiðangursstjóri á Þórunni Sveinsdóttur.

„Leiðangurinn á Þórunni gekk mjög vel og voru veðurguðirnir okkur mjög hliðhollir og vorum við á mettíma í haustrallinu á grunnslóð, eða í 21 dag. Besti tími til þessa eru 23 dagar. Landaður afli  á Þórunni var tæp 112 tonn sem er næstbesti afli síðustu ára á grunnslóð, það var bara í fyrra sem fékkst betri afli,” segir Valur í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn.

Bru 20241016 142817

Agnar og Óskar Þór í brúnni á Þórunni Sveinsdóttur.

Samstarfið gengur mjög vel

Klara Björg Jakobsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafró segir að sá hluti rallsins sem sneri að Breka og Þórunni hafi gengið afar vel.

„Hins vegar lentum við í smá brasi með Árna Friðriksson vegna bilunar. Hann er þó kominn í lag og því verður farið aftur af stað í næstu viku og þær stöðvar kláraðar sem eftir eru á djúpslóð vestur af landinu. Rallinu lýkur því ekki formlega fyrr en þær stöðvar eru einnig komnar í höfn.

Allt samstarf við Breka og Þórunni gengur mjög vel og erum við mjög sátt við hvernig öll vinna og samskipti ganga snurðulaust fyrir sig um borð. Nú hefst úrvinnsla gagna Því miður lítið sem ég get sagt þér um  það í bili.”

Fleiri myndir úr rallinu má sjá hér að neðan. Myndirnar tók Valur Bogason.

20241016 143843

Systurskipin saman í höfn

Togararnir Páll Pálsson ÍS og Breki VE, sem smíðaðir voru í Kína og var siglt var heim í apríl 2018 voru saman í höfn í fyrsta sinn síðan þá er Breki kom til hafnar á Ísafirði í rall-hringnum.

Ágúst Atlason, ljósmyndari náði skemmtilegum myndum af systurskipunum í Ísafjarðarhöfn og þegar þau sigldu af stað á miðin. (Til að sjá fleiri myndir smelltu þá á myndina hér að neðan.)