Fara á efnissvæði
World Map Background Image
20241030 150626 Vsv Syning Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Vinnslustöðin sækir nú sjávarútvegssýninguna í Qingdao, Kína sem haldin er í Hongdao International Convention and Expo Center í Qingdao og hófst í dag. 
„Markmiðið er að styrkja þau bönd sem nú þegar eru fyrir í Asíu og hitta okkar helstu viðskiptavini sem sækja sýninguna ásamt því að kynna afurðir okkar fyrir áhugasömum kaupendum,“ segir Björn Matthíasson rekstrarstjóri VSV Seafood Iceland sem staddur er á sýningunni. 
20241030 114918 Kina Syning Vsv

Yfir 40.000 manns sækja sýninguna frá yfir 120 löndum

Óvissa með loðnuveiðar setur strik í reikninginn

Mikill áhugi er á íslensku sjávarfangi sem áður og hefur enginn markaður stækkað eins hratt á síðustu árum en Kína og hefur nú neyslan náð yfir 34 kg á hvern íbúa. Kína er nú orðinn annað stærsta innflutningsland í heiminum á sjávarafurðum og stækkar enn.
Kína er mikilvægur markaður fyrir Íslendinga fyrir loðnu og loðnuhrogn og setur það óneitanlega strik í reikninginn að geta ekki sagt til með vissu hvort við eigum vona á útgefnum kvóta fyrir komandi vertíð. Fulltrúar Vinnslustöðvarinnar standa vaktina næstu daga á sýningarsvæðinu og hlakka til að taka samtalið.
20241030 150624 Bas Kina

Fulltrúar Vinnslustöðvarinnar standa vaktina á sýningunni.

Yfir 40.000 manns sækja sýninguna

Áhugaverðar staðreyndir um sýninguna:

  • 13 sýningarhallir í Hongdao International Convention and Expo Center í Qingdao.
  • 48.000 m2 sýningarsvæði.
  • 1.680 fyrirtæki frá 51 landi að kynna sýna starfsemi/vörur.
  • Yfir 40.000 manns sækja sýninguna frá yfir 120 löndum.
  • Sýningin er haldin dagana 30.10 – 01.11.
20241030 112646 Lagf

1.680 fyrirtæki frá 51 landi að kynna sýna starfsemi og vörur.

20241030 112654 La

Sýningarsvæðið er alls 48.000 fermetrar.

CFSE 2020 About Expocenter V2 1

13 sýningarhallir í Hongdao International Convention and Expo Center í Qingdao.

20241030 121403 2

Kína í dag.