Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Image (9) Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Fleiri en nokkru sinni fyrr tóku þátt í áburðardreifingu í Eldfelli í gær (11. júní). Nær 50 manns mættu á svæðið og tóku til hendinni. Helmingur hópsins tengdist Vinnslustöðinni en þarna voru líka handboltaiðkendur úr meistaraflokki og yngri flokkum ÍBV og fleiri bæjarbúar úr ýmsum áttum.

Uppgræðslukapteinninn Guðmunda Bjarnadóttir er afskaplega lukkuleg með dagsverkið; hún er verkefnisstjóri af hálfu stjórnar Vinnslustöðvarinnar:

„Þetta var í einu orði sagt frábært! Viðburðurinn var vel auglýstur og það sýndi sig að þeim fjölgar sem vilja leggja verkefninu lið.

Metþátttaka nú en eigum við ekki stefna að því að slá metið strax í næsta mánuði þegar síðari áburðardreifing sumarsins verður á dagskrá? Tímasetning er ekki ákveðin en ég horfi á mánudaginn 9. júlí sem fyrsta kost. Þetta verður ákveðið þegar nær dregur og tekið mið af langtímaveðurspá.

Uppgræðsluverkefnið í Eldfelli er virkilega gefandi og árangurinn heldur betur sýnilegur og áþreifanlegur. Við óðum víða í grasi upp í miðja kálfa og það segir sína sögu.“

  • Ljósmyndir: Lilja Björg Arngrímsdóttir
Image
Image (1)
Image (2)
Image (3)
Image (4)
Image (5)
Image (6)
Image (7)
Image (8)
Image (10)