Veiðar á norsk-íslenskri síld eru stundaðar frá lokum ágúst og fram í október. Í beinu framhaldi hefjast svo vanalega veiðar á íslensku sumargotssíldinni. Síldveiðar eru því úr tveim aðskildum stofnum, sumargotssíld sem hrygnir í júlí við Ísland og norsk-íslensku vorgotssíldinni sem hrygnir við Noreg í febrúar og fram í apríl.
Síld er mikilvæg í umhverfinu en hún er mikilvægt fæði stærri fiska sem og hvala. Síld er reykt, söltuð og edikverkuð til manneldis en það er afar mismunandi milli þjóða hvernig hennar er neytt.