Loðnuveiðar hefjast jafnan í janúar og standa yfir þar til um miðjan mars. Loðnan gengur fram hjá Vestmannaeyjum seinnipart febrúar en þá er hún í réttu ástandi til frystingar fyrir Japansmarkað. Í mars er hún svo í Faxaflóanum og Breiðafirði og er þá með ákjósanlega hrognafyllingu fyrir hrognatöku
Íslenska loðnan er ein fjögurra loðnustofna í Norður-Atlantshafi og Barentshafi. Hún gengur norðan úr hafi til hrygningar á grunnsævi við suður- og suðvesturströnd Íslands.
Vinnslustöðin ásamt öðrum fyrirtækjum í Vestmannaeyjum voru fyrstu fyrirtækin á Íslandi til að framleiða loðnuhrogn árið 1972.
Staðsetning Vinnslustöðvarinnar er afar góð með tilliti til veiðisvæða loðnu þegar hrygning hennar stendur yfir. Þegar loðnan gengur fram hjá Vestmannaeyjum er hún alla jafna í besta ástandinu til frystingar hrygnu og strax í kjölfarið í kjörástandi til hrognatöku. Vegna nálægðar við miðin er ferskleiki loðnu- og loðnuhrogna sérlega mikill.