Ýsa veiðist aðallega við suður- og suðvesturströnd landsins. Í kjölfar hlýnunar sjávar hefur útbreiðslusvæði hennar stækkað og er hún nú í talsverðum mæli líka úti fyrir Norðurlandi. Skip Vinnslustöðvarinnar veiða ýsu allt árið en stærstur hluti aflans er samt sem áður veiddur á vetrarvertíð þegar fiskurinn gengur inn til hrygningar.
Ýsa heldur sig ekki á miklu djúpsævi. Hún er helst á leir- og sandbotni.
Ýsan er aðallega unnin í fiskvinnslum Vinnslustöðvarinnar en einnig seld slægð á fiskmörkuðum á Íslandi og á mörkuðum í Evrópu. Ýsan veiðist allt árið, þó mest frá því snemma árs og fram á haust, þar sem fiskurinn er veiddur skammt frá Vestmannaeyjum.