Fersk flök, með beini og roði, eða roðlaus með beini
Ferskur heill fiskur, ísaður
Lausfryst flök, með beini og roði, eða roðlaus með beini
Karfi
Sebastes marinus/mentella
Karfinn hrygnir að mestu við suðvesturströnd Íslands. Það er því stutt á karfamiðin frá Vestmannaeyjum en útbreiðslusvæði hans hefur þó stækkað undanfarin ár og teygt sig meira norður á Vestfjarðamið.
Karfategundir við Ísland eru þrjár: gullkarfi, djúpkarfi og litli karfi.
Vinnslustöðin veiðir og vinnur bæði gullkarfa og djúpkarfa. Við seljum hann ferskan og frosinn, aðallega til Þýskalands og Frakklands.
Vinnslustöðin er með stóra hlutdeild í útgefnum karfakvóta og því er karfi afar mikilvæg tegund fyrir félagið. Gæði hans skipta miklu máli við veiði, meðhöndlun um borð sem og í vinnslu.