
Botnfiskur
Langstærstur hluti botnfisks Vinnslustöðvarinnar er veiddur rétt fyrir utan Vestmannaeyjar enda eru eyjarnar staðsettar í hafinu stutt frá hrygningarstöðvunum. Nálægðin er að sjálfsögðu kostur því ferskleikinn skiptir miklu. Mikilvægustu botnfisktegundirnar fyrir félagið eru þorskur, karfi, ufsi og ýsa.