AFURÐIR
Afurðir Vinnslustöðvarinnar eru unnar úr fiski sem veiddur er við strendur Íslands. Við leggjum mikla áherslu á að framleiða aðeins hágæða matvæli og hliðarafurðir úr okkar afurðum. Hliðarafurðirnar verða til eftir að mestur hluti fisksins hefur verið nýttur í aðrar afurðir.
Um okkur
Allt frá árinu 1946 hefur Vinnslustöðin tekist á við storma og stórviðri, eins og kröftug náttúra Vestmannaeyja er þekkt fyrir, en jafnframt góða kafla þess á milli. Hafstraumar og hitaskil sjávar staðsetja okkur í miðju gjöfulustu fiskimiða Íslendinga þar sem stutt er að sækja fiskinn.

Ábyrgð
Fiskveiðar eru ein af grunnstoðum atvinnulífs okkar. Atvinnulíf og framtíð samfélags okkar treystir á að fiskistofnar séu sterkir og heilbrigðir og að vel sé gengið um þá sem og náttúruna í heild.